spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKjartan Atli: Vorum að láta vaða á fyrsta tempói

Kjartan Atli: Vorum að láta vaða á fyrsta tempói

Álftnesingar lögðu KR í Kaldalónshöllinni í Bónus deild karla í kvöld, 111-100.

Hérna er meira um leikinn

Tekinn var púlsinn á Kjartani Atla þjálfara Álftaness eftir þennan góða sigur hans manna.

Nú hef ég talað um það í viðtölum að undanförnu að ég er orðinn ansi þreyttur á þeim frasa hve deildin er jöfn og allt það og öll stig mjög dýrmæt…en maður getur eiginlega ekki annað en tekið það inn í myndina, það er rosalega mikið staðreynd…

Já…ég er með kenningu varðandi þetta sem ég held að sé frekar auðskiljanleg, það er einfaldlega þetta fyrirkomulag með erlenda leikmenn, það eru fleiri atvinnumenn en hafa verið áður í deildinni og það jafnar deildina að einhverju leyti. Það bara minnkar vikmörkin.

Akkúrat. En núna með þessum eina sigri getið þið farið að hugsa svolítið upp frekar en niður, og ef þið vinnið einum leik meira en KR það sem eftir er þá eigið þið innbyrðis svo það eru miklar sviptingar í þessu…

Vegna þess að deildin er svona jöfn þá getur þú bara hugsað um einn leik í einu! Það eru enn 7 leikir eftir af tímabilinu sem er næstum 1/3 af tímabilinu svo það er margt sem á eftir að gerast svo núna fókuserum við bara á næsta leik gegn ÍR. “

Já..það getur eiginlega ALLT gerst??

Já, það getur eiginlega allt gerst!

Aðeins um leik kvöldsins, þú talar stundum um lögmál meðaltalsins sem er skemmtilegt! Og það kemur svolítið í sprettum hjá ykkur, þið skjótið hátt í 50% í þristum núna en hafið verið að skjóta í vetur 30% eða undir því í vetur…svona gengur þetta en maður stýrir þessu kannski ekki svo nákvæmlega?

Nei, en mér finnst við vera í kvöld og gegn Stjörnunni og kannski gegn Val að einhverju leyti líka að finna opnanir fyrr í sóknunum, við vorum að láta vaða á fyrsta tempói eins og allir ættu að hafa séð í kvöld. Það er vídd sem ég var mjög ánægður með í kvöld og hef verið ánægður með í undanförnum leikjum að einhverju leyti. Mér finnst vera stígandi í því en það þarf að halda þessu við eins og öðru. En við hittum vissulega vel í kvöld, það er bara þannig. “

Einmitt. Ekki að ég sé endilega hrifinn af öllum þessum sérfræðingum í Körfuboltakvöldi og svona en þeir hafa talað aðeins um þetta og það er kannski eitthvað til í því hjá þeim að liðið þyrfti að spila sóknina aðeins öðruvísi? 

Það eru margir sem eru þar álitsgjafar sem er gaman að hlusta á og kunna leikinn mjög vel. Maður hlustar á álit annarra og það er bara heilbrigt. Eins og t.d. Pavel og Teitur að ræða málin í síðasta þætti, þú færð ekki mikið meiri vitneskju en það.

Hafsjór af fróðleik…þvílíkir meistarar!

Já!

Akkúrat. En svo voru líka bara margir að spila vel í þínu liði í kvöld, Justin James var t.d. með sinn besta leik fyrir liðið?

Já, það er búinn að vera stígandi í hans leik og hann átti klárlega sinn besta leik í kvöld, ég er algerlega sammála því. Og bara margir að skila, þetta kom svona í köflum, Okeke tók svaka kafla hérna í þriðja leikhluta þegar þeir stigu aðeins hærra út á okkur í skiptivörninni og þá náði hann stöðumun undir körfunni með minni menn á sér og við fundum hann þar.

Einmitt, svo má alveg tala aðeins um Viktor Steffensen sem skilaði þriggja stiga sókn og svo stolnum bolta í kjölfarið hérna í lok þriðja…

Já, Larry Bird fyrir aftan spjaldið! Viktor kom með mjög mikla orku inn í leikinn og hefur gert það í vetur. Þetta er skemmtilegur leikmaður, kom inn á snemma í forföllum Dúa, hann hækkar mjög oft orkustigið í liðinu, fer í sóknarfráköst og leggur sig 150% fram í vörn. “

Nú er ég kannski bara illa upplýstur en hver er þessi númer 33 hjá ykkur og skilaði nokkrum mínútum í dag?

Já…! Andris Justaovics! Þetta er lettneskur strákur sem að flutti hingað til að vinna en spilaði körfu í Lettlandi og er mjög reynslumikill leikmaður, hann á mörg ár í efstu deild í Lettlandi og kemur hérna inn til að hjálpa okkur, mér fannst hann koma mjög vel inn, nýtir villurnar sínar til að stoppa hraðaupphlaup, hann kann leikinn mjög vel og hjálpaði okkur helling í kvöld.

Þá vitum við það! En það er ÍR næst…það er enginn að fara að vanmeta ÍR núna, það er alveg ljóst?

ÍR er bara virkilega gott lið, vel samsett og hátt orkustig í þeim. Þetta var hörkuleikur síðast á móti þeim og við gírum okkur í alvöru leik. Þeir eru nýbúnir að leggja Stjörnuna að velli.

Já…og það er bara EINN leikur sem er framundan…

Já þú getur ekki hugsað það neitt öðruvísi, það er svo margt sem getur breyst, alls konar hlutir sem geta komið upp.” 

Akkúrat, þetta er spennandi!

Já….jöfn deild!

Endaði meistari Kjartan á að benda á…svona til að halda þeirri staðreynd örugglega til haga svona að lokum!

Fréttir
- Auglýsing -