Álftanes lagði Val í gærkvöldi í 8. umferð Subway deildar karla, 73-67. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 2. – 7. sæti með fimm sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.
Kjartan Atli Kjartansson var eldsprækur eftir mjög góðan sigur á Valsmönnum.
Ég sagði við Finn áðan að þetta væru svona lokatölur eins og maður sá nokkuð oft í deildinni fyrir einhverjum 15 árum síðan…
Já, þetta voru tölfræðilega bestu varnarliðin í deildinni ef þú horfir á hvað þau fá mörg stig á sig per skot…mér fannst leikurinn bera þess merki.
Bæði lið að spila bara hörku varnarleik…?
Bæði lið eru…eigum við að segja ,,skiptanleg“…henta vel til skiptinga…
Já…liðin geta skipt vel á skrínum…
Já, og ég var líka ánægður með það hvernig bakhliðin náði að dömpa út bakverðina okkar þannig að við vorum að lágmarka stöðumuninn eða stærðarmuninn í kringum körfuna.
Akkúrat. Bæði lið kannski líka mikil seiglulið…sem einkennir kannski einmitt varnarlið…
Já, það er kannski rétt metið hjá þér. Lokahluti leiksins var svo frekar sérstakur eftir þessar tæknivillur…þá kemur þessi langa pása…
Já flautukonsertinn þarna í lokin..
…þeir náttúrulega missa Jefferson útaf og það hafði áhrif á leikinn…
..þá setjið þið mikilvæg stig niður…stór stig…En nú hefur þú mikla reynslu af því að vera ,,sérfræðingurinn“…
Ég var aldrei sérfræðingurinn…ég var bara að spyrja spurninganna!
Þú varst yfirmaður sérfræðinganna…! og þú gast nú ekki setið á þér alltaf! Stundum komstu með eitthvað frá þér! En þeir voru eitthvað aðeins að tala um það sérfræðingarnir að þínir menn væru að spila einhvern 80‘ bolta og eitthvað…að þetta væri gamaldags og það vantaði skyttur í liðið og fleira…hvað finnst þér um það mat sérfræðinganna?
Það er bara gaman að fólk hafi skoðanir á körfuboltaliði Álftaness! Við erum bara með okkar plan og við höldum bara áfram! Það er bara partur af því að vera í stórri deild að fólk hafi ólíkar meiningar á leikstíl liðsins.
Já akkúrat, mjög gott svar!
En verður það ekki að segjast eins og er, þó það vanti Hörð Axel, að það er í það minnsta að það séu bara 4 leikmenn búnir að skora eftir góðar 30 mínútur í leiknum…þar til Dino smellti niður stórum þristi…
Auðvitað viltu alltaf hafa breidd í sóknarleiknum en þessir fjórir sem voru búnir að skora voru allir komnir í tveggja stafa tölu og voru allir í takti. Við tökum því fagnandi og menn eru með mismunandi hlutverk í liðinu. Svo er þetta stundum með stigaskorunina eins og Tómas Guðmundsson orti í kvæðinu um pennann; ,,Stundum er hann heill og stundum er hann hálfur…hann páraði þetta sjálfur“! Og stundum er það bara þannig að maður er að hitta og stundum er maður ekki að hitta…og þá þarf maður bara að pára eitthvað gott á blað og hjálpa liðinu!
Þetta er eitthvert menningarlegasta svar sem ég hef fengið! En hvað er næsti leikur hjá ykkur?
Næsti leikur er Stjarnan í Ásgarði. Það verður mjög skemmtilegt. Stjarnan hefur verið frábær að undanförnu. Ég bíð spenntur eftir því að mæta Stjörnumönnum, mér finnst þeir hafa verið að spila besta boltann núna í þónokkurn tíma.
Sammála því. Ég hef verið mjög spenntur fyrir Stjörnunni síðan eftir fyrstu tvo leikina hjá þeim. En svona að lokum, þið eruð 5/3 núna, hefðir þú tekið það fyrir tímabilið?
Góð spurning…ég veit það ekki alveg…ég ætla að gefa þér annað menningarlegt svar! John Locke talaði um ,,tabula rasa“! Mér fannst það – hvar við endum í töflunni – vera svona hið óskrifaða blað, hin hreina tafla sem hann sá fyrir sér. En vitandi það að Hörður hefur verið meiddur núna í 4 leiki þá erum við bara mjög sáttir með að vera 5/3. En við vitum alveg að við eigum inni hluti, eins og ég hef sagt í viðtölum þá höfum við verið að fókusera meira á varnarleikinn og erum núna farnir að huga að sóknarleiknum. Það er tröppugangur í þessu og við þurfum bara að vera meðvitaðir um það. Ég hef verið viðloðandi þessa deild lengi og fjallað um hana, ég man ekki eftir svona mörgum jöfnum liðum, hvað segir þú um það?
Ég er sammála því, það eru 3 lið á toppnum og 4 lið einum sigri eftir á þar fyrir neðan…
Já, mér finnst þetta svolítið óvenjulegt tímabil með það að gera. Þú tekur hverjum sigri fagnandi í þessari deild eins og hún er að spilast núna. Teitur Örlygsson kenndi mér það að það eru 6 leikir, 6 lið sem tapa og sex lið sem vinna í hverri umferð og þú vilt alltaf vera í seinni hlutanum! Þú vilt vera eitt af þessum 6 sem vinnur og þá gengur þér vel!
Já…meistari Teitur!
Meistari Teitur!
Sagði meistari Kjartan…og spennandi verður að sjá hvort penninn pári harm eða unað í næstu leikjum…