Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann KV og stjórnanda þáttarins Domino´s Körfuboltakvöld, Kjartan Atla Kjartansson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
KV munu heimsækja Hrunamenn í kvöld á Flúðir, en leikurinn hefst kl. 19:15.
Domino´s Körfuboltakvöld er á dagskrá öll föstudagskvöld á Stöð 2 Sport kl. 22:00.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Kjartan Atli:
"Ég skipti pepplistanum mínum upp í tvo hluta. Fyrri fimm lögin hlusta ég til að koma mér í gírinn fyrir Domino‘s körfuboltakvöld. Seinni fimm hlusta ég til að koma mér í gírinn fyrir leiki með KV í 2. deild.
Þegar kemur að tónlist peppast ég mest upp við að hlusta á nýja tónlist. Því ákvað ég að nota bara lög frá árinu 2015 á þennan lista. Fyrri viðmælendur hafa verið að vinna með nokkur klassísk lög, ég vonast til að geta veitt eitthvað mótvægi í þeim efnum. Ég skildi líka Drake svolítið eftir, því hann hefur fengið mikla athygli á Körfunni.
Hér er listinn."
Fyrri fimm:
Elijah Blake & Dej Loaf – I Just Wanna
Allir ættu að vera farnir að þekkja Dej Loaf. En færri þekkja Elijah Blake, sem hefur þó verið lengi að og samdi meðal annars lagið Climax fyrir Usher. Þetta lag er með grípandi viðlagi og skerpir á fóksnum þegar maður þarf að kjarna sig.
Lupe Fiasco & Ty Dolla $ign – Deliver
Platan hans Lupe fór ekki nógu hátt þegar hún kom út í byrjun árs. Þetta er lang heildstæðasta verkið hans til þessa. Deliver er besta lagið á plötunni. Textinn er stórkostlegur, sérstaklega ef innihaldið í pizzum er skoðað í pólitískum skilningi. Lagið fjallar í raun um að það fer ekki nógu mikið „bread“ og ekki nógu mikið „cheese“ í fátækrahverfin. Ty Dolla $ign er svo einn nettasti söngvarinn á plánetunni jörð.
The Game & Kendrick Lamar – On Me
2015 er búið að vera árið hans Kendrick Lamar. En platan sem The Game gaf út var síst verri, fáránlega góð plata. Þarna sameina þeir krafta sína. Þetta lag hefur allt og hentar vel til þess að einbeita sér vel, þegar maður þarf að vera rólegur undir pressu.
Dom Kennedy – Alhambra
Þegar allt er á fullu í kringum mann en maður þarf að skerpa á sér, þá er þetta lagið. Það var ekki mikið talað um pltöuna hans Dom Kennedy, sem heitir einfaldlega By Dom Kennedy, þegar hún kom út í sumar. Að mínu mati er þetta besta lag plötunnar, lag sem gerir mjög mikið fyrir mig.
Repeat – Collie Buddz
Ég hef lengi haldið upp á Collie Buddz. Hann er ættaður frá Bermúda og Bandaríkjunum. Hann gaf út EP-plötuna Blue Dreamz í ár og þetta lag greip mig strax. Alvöru ástarlag. Þannig lög eru alltaf góð í peppið.
Seinni fimm:
Jme & Giggs – Man Don‘t Care
Giggs hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér og er að eiga eitthvað svakalegasta „run“ sem gesta rappari í lögum, sem ég man eftir. Hérna er hann með Jme, sem tróð upp á Airwaves. Hann tók þetta lag einmitt, en þegar Giggs er ekki vantar mikið í lagið að mínu mati. Var samt frábært að sjá þetta á sviði. Ég hvet alla til að kynna sér Giggs. Hann er jafnvel meira legend en Ryan.
Stormzy – Shut Up
Anað lag úr ensku rapp og grime senunni. Stormzy spilaði á Secret Solstice í fyrra og rappaði um það. Shut Up gerir tilkall í lag ársins, að mínu mati. Myndbandið er líka rosalegt. Allir að leita að því á Youtube. Þetta kemur manni í svakalega gott skap fyrir leiki.
Jay Rock & Black Hippy – Vice City
Þetta lag er „fierce“. Platan hans Jay Rock, sem ber titilinn 90059, fékk fína dóma þegar hún kom út í september. Titilinn er vísun í póstnúmer hverfisins sem hann ólst upp í. Hann er frá Watts í Los Angeles, eins og besti battl-rappari dagsins í dag, Daylyt (allir að checka á honum).
Það er eitthvað við þetta lag sem gerir mann einbeittan.
Boogie – Oh My
Annað lag sem gerir tilkall í lag ársins. Boogie kom einhvernveginn fullbúinn fram á sjónarsviðið á árinu. Með öðruvísi flæði en maður hefur heyrt áður. Algjörlega „unique“. Dregur línurnar sínar skemmtilega í og úr takti. Svolítið eins og The Lox gerðu á sínum tíma, bara á nýjan hátt. Ef eitthvað lag kemur manni í gír, þá er það þetta lag. Setjið það bara á, prófið að verða ekki í stuði. Ekki hægt.
Kirko Bangz & Fetty Wap – Worry Bout it
Ég er mikill aðdáandi bæði Kirko Bangz og Fetty Wap. Og þeir mæta báðir til leiks í þessu lagi. Gott að hlusta á þetta rétt fyrir leik. Auðvelt er að fá sönglið hans Fetty Wap á heilann og ég held að ef menn söngla það í miðjum leik, þá hitti þeir betur.