spot_img
HomeFréttirKjánaleg meiðsli: Derrick Rose á slysadeild

Kjánaleg meiðsli: Derrick Rose á slysadeild

20:16:35
 Nýstirnið Derrick Rose hjá Chicago Bulls missti af æfingu í gær vegna meiðsla sem fara sennilega í bókina um einkennilegri íþróttameiðsl.

Lesið meira hér að neðan:


Hann var saumaður 10 spor í hendina eftir að hafa skorið sig á eplahníf uppi í rúmi heima hjá sér.

„Þetta var bara kjánalegt atvik,“ sagði Rose í samtali við Chicago Tribune. „Ég var að skera mér mat og lagði frá mér hnífinn þar sem ég var í letistuði í rúminu. Svo stóð ég upp til að ná mér í vatnsflösku, kom aftur en gleymdi hnífnum, settist niður og skar á mér handlegginn.“

Rose, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu á sinni fyrstu leiktíð, sagðist fyrst hafa orðið hræddur og hringdi í þjálfarann sinn sem keyði hann á slysadeild. „Þetta var nokkuð sárt, en ætti að verða lagi.

Sem betur fer eru meiðslin ekki alvarlega og er búist við því að hann verði í liði Chicago í kvöld þar sem þeir taka á móti NY Knicks.

„Þetta var leiðindaóhapp,“ sagði Vinny Del Negro, þjálfari Chicago Bulls. „Hann hefði getað æft í dag [í gær], en  við ákváðum að leyfa honum að taka því rólega og hvíla sig. Guði sé lof að þetta hafi ekki verið alvarlegt því það hefði getað farið mun verr.“

Heimild: Chicago Tribune og Yahoo! Sports

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -