15:16
{mosimage}
(Kirilenko)
Nokkrar vangaveltur eru um það Vestanhafs að Rússinn Andrei Kirilenko gæti verið á förum frá Utah Jazz. Leikmaðurinn sjálfur hefur sagt það í blogfærslum á bæði enskum og rússneskum blogsíðum að hann vilji frá Utah en forsvarsmenn liðsins segjast ekki kannast við að leikmaðurinn hafi borið upp þá bón við félagið.
Kirilenko var valinn besti leikmaður Evrópumótsins sem lauk á Spáni fyrir nokkrum dögum þar sem Rússar urðu Evrópumeistarar eftir frækinn sigur á Heimsmeisturum Spánverja.
Kirilenko segist ekki sjá framtíð sína hjá Utah en hann skilaði sínum slökustu tölum í NBA deildinni í vetur á einni leiktíð þegar hann var með 8,3 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í leik.
Æfingabúðir hefjast hjá Utah Jazz hefjast þann 1. október næstkomandi og samkvæmt samningi á Kirilenko að mæta í æfingabúðirnar. Hvað verður í máli Kirilenko kemur í ljós á næstu dögum en það er ljóst á blogfærslum hans að hann vilji ekki vera áfram í Salt Lake City.