spot_img
HomeFréttirKínverjar loka glugganum

Kínverjar loka glugganum

 
Þar sem fáar lausnir virðast í sjónmáli í vinnudeilu eigenda NBA liða og leikmanna þeirra hafa borist fregnir af því að NBA leikmönnum gæti hugnast að leika í kínversku deildinni. Annað hljóð er nú komið í búkinn fyrir austan og munu Kínverjar ekki leyfa leikmönnum með samninga í NBA að spila í sinni deild.
Í NBA eru 108 leikmenn án samninga og er þeim heimilt að semja við kínverskt lið og þurfa þ.a.l. ekki að snúa aftur til Bandaríkjanna ef verkfallið leysist. Kobe Bryant er ekki á þeim lista þar sem hann er með samning við LA Lakers en aðeins örfáum klukkustundum eftir að liðið Shanxi Zhongyu hafði tilkynnt að samningar hefðu náðst við Kobe setti kínverska deildin fram sínar reglur.
 
Þeir samningar sem rætt hafði verið og ritað um hljóðuðu frá 1-2 milljónum Bandaríkjadala á mánuði en nú er ljóst að samningsbundnar stjörnur á borð við Dwyane Wade og Kobe Bryant eru ekki að fara til kínverskra liða.
 
Mynd/ Kínverjar heimila ekki samningsbundnum leikmönnum í NBA, eins og Kobe Bryant, að spila í sinni deild á komandi tímabili.
Fréttir
- Auglýsing -