Topplið 1. deildar karla, Hamar úr Hveragerði, hefur sagt upp samningi miðherjans Kinu Rochford, sem gekk til liðs við félagið fyrir yfirstandandi tímabil. Þetta staðfesti Maté Dalmay þjálfari liðsins í samtali við Körfuna fyrir skemmstu.
Kinu lék með Þór frá Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, og gekk til liðs við Hamar í 1. deildinni fyrir yfirstandandi tímabil. Í fjórum leikjum skilaði Kinu tæpum 12 stigum og 9 fráköstum fyrir Hvergerðinga, en nú er ljóst að leiðir munu skilja.
Hamarsmenn sitja á toppi 1. deildar karla að loknum fimm umferðum, með fullt hús stiga.