spot_img
HomeFréttirKiki Lund til Hauka

Kiki Lund til Hauka

 
Íslandsmeistaralið Hauka í körfuknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir lokakafla Íslandsmótsins. Danska landsliðskonan Kiki Jean Lund mun leika sinn fyrsta leik með Haukum á morgun gegn Val en hún getur leikið sem skotbakvörður eða framherji. www.mbl.is greinir frá.
Hún er 26 ára gömul, 1.81 m. á hæð og hefur á undanförnum tveimur árum leikið sem atvinnumaður á Spáni með Iniexsa Cáceres og Arranz Jopisa Burgos. Hún var í bandaríska háskólaliðinu Daytona á árunum 2005-2008.
 
Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar en Njarðvík er þar fyrir ofan með 8 stig og Keflavík er í fjórða sæti með 10. stig.
 
Frétt: www.mbl.is  
Mynd: www.haukar.is – Kiki Lund ásamt Heather Ezell
Fréttir
- Auglýsing -