KFÍ varð að hafa fyrir stigunum tveim gegn mjög spærkum strákum frá Þór Akureyri. Gestirnir voru með forystu í leiknum alveg fram yfir miðjan þriðja leikhluta og í stöðunni 44-54 um miðjan þriðja leikhluta þá settu þeir Pance Ilivevski og Craig Schoen í fluggírinn og settu 5 þriggja stiga körfur og náðu að minnka muninn í 1 stig 60-61 og allur fjórði leikhlutinn eftir.
KFÍ vann svo fjórða leikhluta 21-11 og leikinn 82-72. Mikil stemming var á leiknum og um 200 áhorfendur.
Craig Schoen var stigahæstur KFÍ manna með 29 stig og Pance Ilivevski skoraði 20. Fyrir Þór skoruðu Wesley Hsu og Bjarki Oddsson sín 19 stigin hvor.
[email protected]/kfi.is
Mynd: www.kfi.is