spot_img
HomeFréttirKFÍ í Iceland Express deildina

KFÍ í Iceland Express deildina

KFÍ tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild að ári með að sigra ÍA á heimavelli 112-58. Þar með getur ekkert lið ná KFÍ á toppi deildarinnar en Akurnesingar verð að vinna báða leiki sína sem eftir eru og treysta á önnur lið til að hanga í deildinni.
 
Leikurinn á Ísafirði í kvöld var aldrei spennandi og hægt og bítandi jókst munurinn. Igor Tratnik og Craig Schoen voru stigahæstir heimamanna með 18 stig hvor en 6 leikmenn skoruðu 10 stig eða meira fyrir KFÍ. Halldór Gunnar Jónsson var stigahæstur ÍA manna með 21 stig en þeir mættu með einungis 7 leikmenn vestur í kvöld.

Ísfirðingar verða því í Iceland Express deildinni næsta haust eftir 4 ár í 1. deildinni.

Tölfræði leiksins

Fyrr í dag vann Ármann lið Hattar í botnbaráttuslag, 72-71.

 
Fréttir
- Auglýsing -