spot_img
HomeFréttirKFÍ brást ekki bogalistin á ögurstundu

KFÍ brást ekki bogalistin á ögurstundu

Ísfirðingar komnir á fjalirnar í Hveragerði eftir tap í Hólminum í deildinni á laugardag og virtist það ekkert sitja í þeim, settu fyrstu 5 stig leiksins og 28 stig í fyrsta leikhluta en heimamenn gerðu enn betur og skoruðu 30 stig þegar Hamar og KFÍ mættust í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Báðir þjálfarar að spila á mörgum mönnum strax frá byrjun. Annar leikhluti og einhver hula komin yfir körfurnar en Hamar vann hann einnig 16-12 og leiddi því í hálfleik 48-40.
 
Hamar hélt áfram að hafa forustuhlutverkið í 3.leikhluta en Ísfirðingar ekki alveg í “gírnum” og sóttu mikið í 3ja stiga skot sem voru ekki öll ofaní. Örn fór mikinn á þessum tíma í teignum og kom Hamar í 11 stiga forskot með tveim vítum þegar rúmar 2 mínútur voru til loka leikhlutans en Kristján Pétur setti tvær körfur fyrir vestanmenn og staðan 67-60 fyrir “loka” leikhlutann.
 
Nú gengu Ísfirðingar grimmari til leiks en eftir að Lárus Jóns byrjaði á stolnum bolta og stoðsendingu fyrir Hamar var það grimmd Ísfirðinga sem kom þeim inn í leikinn og Hamarssóknin gékk ekki eins smurt og áður. Harry Spencer var góður í 4.leikhluta og setti fínar körfur af öllum gerðum en samt var Kristján Pétur sá heitasti og búinn að finna ,,swagið”! Kristján setti þrist þegar 3 og hálf var liðin af leikhlutanum og kom Ísfirðingum yfir í fyrsta skiptið síðan í byrjun leiks, 72-73. Hamar beit þó frá sér og leikurinn í járnum fram á síðustu mínútu. Þegar 15 sek. lifðu leiks setti Jerry Hollis 2 víti fyrir Hamar og staðan 80-77. Pétur tók leikhlé sem skilai 3ja stiga körfu frá Mirko Stefáni og 8 sek. eftir fyrir Hamar að skora sigurkörfuna en mislukkuð sending á Örn undir körfu var til þess að framlenging varð raunin.
 
Þorsteinn Már setti fyrstu stig heimamanna en títtnefndur Kristján setti þrist og annan og kom KFÍ í 82-86. Áfram gékk þetta og Ísfirðingar frekar í villuvandræðum en kom ekki að sök. Þegar 1 mínúta lifði jafnaði Jerry Hollis fyrir heimamenn. Hann gerði gott betur og stal boltanum og fékk dæmda og setti “and-1”körfu í andlit Ísfirðinga sem voru langt frá því að vera hressir með dómarann sem sá ekki tvígrip Hollis í aðdraganda köfunnar.
 
Þegar hér var komið eru um 4 sekundur eftir af leikhlutanum og KFÍ tekur leikhlé. Heimamenn voru enn að grínast með gjöf dómarans en það var jafnað út með villu á Hjalta Val sem braut klaufalega á margumræddum Kristjáni Pétri í 3ja stiga skoti sem að þessu sinni hitti ekki skotinu. Kristján var svellkaldur á línunni og setti vítin öll ofaní, 95-95. Tíminn of naumur fyrir Hamar (1 sek) og önnur framlenging staðreynd.
 
Þar voru KFÍ menn orðnir heitir en einhvað farið að draga af Hamarsmönnum sem virtust treysta mikið á Örn og Hollis sem gerðu 9 af 11 stigum 2.framlengingar en hjá gestunum (sem misstu tvo útaf með 5 villur) kom maður í manns stað og þeim langaði heim með sigur en það þurfti yfirvinnu til þetta kvöldið. KFÍ skoraði fystu 5 stigin og náði að halda því nánast, lokatölur 106-109 eftir að Harry Spencer setti síðust 4 stigin fyrir gestina af vítalínunni en Örn, sem átti stórgóðan leik, setti 3ja stiga inn á milli og fór vel á að þessir 2 kláruðu leikinn sem bestu menn leiksins ásamt Hollis hjá Hamri(31 stig/11 frák.) og Kristján hjá KFÍ sem setti 22 stig af þeim 28 sem komu af bekknum hjá KFÍ og setur eflaust kröfu á byrjunaliðssæti hjá Pétri Már í næsta leik. Hamarsmenn spiluðu oft og tíðum glimrandi bolta í gærkvöld en voru óheppnir að klára þetta ekki í venjulegum leiktíma.
 
Latinovic var öflugur og setti heil 26 stig og tók 9 fráköst fyrir gestina, Kristján 22, Mirko Stefán Virijevic 20 og Harry Spencer 19 og gaf 6 stoðsendingar, aðrir minna.
Jerry Hollis var öflugur í liði Hamars með 31 stig /11 fráköst, Örn Sigurðarson 28 stig/12 frák., Þorsteinn Már 11 stig, Hjalti Valur 8 og Ragnar Nathanaelsson og Halldór Gunnar Jónsson skoruðu báðir 7 stig en Ragnar með13 fráköst að auki, aðrir minna.
 
 
Mynd úr safni/ Latinovic var stigahæstur Ísfirðinga í gær
Umfjölun/ Anton Tómasson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -