{mosimage}
Njarðvíkingar hafa fengið á reynslu til sín leikmann að nafni Kevin Jolley. Kevin þessi spilaði í Portúgal síðast með liði Sampaense. Jolley þessi er um 2 metrar á hæð og í kringum 100 kg.
Kevin mun spila kraft framherja í liði Njarðvíkinga og á án efa eftir að styrkja liðið til muna, en fyrir leiktíðina þurfti Valur Ingimundarson nánast að búa til nýtt lið eftir að margir af leikmönnum þeirra frá síðustu leiktíð hurfu á önnur mið.