spot_img
HomeFréttirKevin Garnett ætlar að sjá Arsenal

Kevin Garnett ætlar að sjá Arsenal

18:58

{mosimage}

Framherjinn Kevin Garnett, sem í sumar gekk í raðir Boston Celtics í NBA deildinni, hoppaði hæð sína af kæti þegar honum voru útvegaðir miðar á leik Arsenal og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði.

Garnett verður á Evróputúr með nýja NBA-liðinu sínu í byrjun næsta mánaðar og ætlar var víst yfir sig hrifinn þegar Doc Rivers þjálfari Boston sagði honum frá miðunum. "Sagðir þú Aaaaarsenal?" – sagði hann yfir sig hrifinn.

Garnett er mikill íþróttaáhugamaður og fékk að spila hafnabolta með Boston Redsox-liðinu fyrir skömmu. Hann er ekki eini NBA-leikmaðurinn sem er yfirlýstur knattspyrnuáhugamaður því ekki er langt síðan Kobe Bryant hjá LA Lakers fór á æfingu hjá Barcelona á Spáni þegar hann var þar í sumarfríi.

Þá gerði Wayne Rooney gott mót þegar hann mætti á leik með Boston Celtics í NBA deildinni og afrekaði að fá einn leikmanninn fljúgandi ofan á löppina á sér þar sem hann sat fast við völlinn.

Boston-liðið verður tvær vikur í Evrópu í æfingabúðum á næstunni. Fyrri vikuna verður liðið á Ítalíu og þá síðari í Lundúnum, þar sem Garnett áformar að skella sér á völlinn. Það er hætt við því að fáir missi af Garnett ef hann mætir á Emirates, því það er eflaust ekki á hverjum degi sem 211 cm háir menn mæta á völlinn.

www.visir.is

Mynd: www.cnn.net

Fréttir
- Auglýsing -