spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKevin Capers til ÍR - Justin Martin yfirgefur liðið

Kevin Capers til ÍR – Justin Martin yfirgefur liðið

ÍR hefur samið við Bandaríkjamanninn Kevin Capers um að leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu í Dominos deild karla. Capers er 25 ára, 188cm bakvörður sem lék með Sibiu í Rúmeníu á síðasta tímabili. Árið 2015 kláraði hann Florida Southern í bandaríska háskólaboltanum og var í kjölfarið valinn í nýliðavali þróunardeildar NBA af Westchester Knicks.

Mun Capers koma í stað Justin Martin, sem lék með liðinu fyrir áramót. Í 11 leikjum með ÍR skilaði Martin 23 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

ÍR mætir Stjörnunni á morgun í fyrsta leik eftir jóla og áramótahlé. Ekki er víst hvort Capers verði kominn til landsins í tæka tíð.

Brot úr leik hjá Capers:

Fréttir
- Auglýsing -