spot_img
HomeFréttirKeppum um þau verðlaun sem eru í boði

Keppum um þau verðlaun sem eru í boði

Lengjubikarmeistarar Stjörnunnar ætla sér að keppa um alla þá verðlaunagripi sem í boði eru. Þeir eru einnig ríkjandi bikarmeistarar en þurftu að láta í minni pokann fyrir Njarðvík í fjórðungsúrslitunum á síðustu leiktíð. Hrafn Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar fer yfir málin með Karfan.is.

 

Leikmannahópurinn:

 

Númer

Nafn

Leikstaða

Hæð

Þyngd

Fæðingardagur

 

Birkir Guðlaugsson

Bakvörður

189 cm

01-02-1984

 

Daði Lár Jónsson

Bakvörður

182 cm

23-10-1996

 

Tómas Þórir Tómasson

Framherji

25-07-1995

4

Marvin Valdimarsson

Bakvörður

198 cm

11-08-1981

5

Kristinn Ólafsson

Bakvörður

182 cm

28-07-1988

6

Magnús Bjarki Guðmundsson

Framherji

186 cm

04-02-1995

7

Ágúst Angantýsson

Framherji

198 cm

15-05-1985

8

Óskar Þór Þorsteinsson

Framherji

07-05-1997

9

Elías Orri Gíslason

Bakvörður

189 cm

06-08-1995

10

Sæmundur Valdimarsson

Framherji

198 cm

26-05-1993

11

Tómas Þórður Hilmarsson

Framherji

201 cm

11-01-1995

12

Justin Shouse

Bakvörður

181 cm

16-09-1981

13

Tómas Heiðar Tómasson

Bakvörður

190 cm

73 kg

12-09-1991

14

Al'lonzo Coleman

Bakvörður

10-05-1989

15

Brynjar Magnús Friðriksson

Framherji

29-05-1996

 

 

Komnir:
Tómas Heiðar Tómasson (Þór Þ)
Al´lonzo Coleman (Banda Norte, ARG)
Kristinn Ólafsson (Hamar)
Óskar Þór Þorsteinsson (yngri flokkar)
Tómas Þórir Tómasson (yngri flokkar)

Farnir:
Jón Orri Kristjánsson (hættur)
Dagur Kár Jónsson (Saint Francis University)
Elías Orri Gíslason (Valur – venslasamningur)
Sigurður Dagur Sturluson (Njarðvík)
Jeremy Atkinson (án liðs)
Jón Sverrisson (Fjölnir)
Christopher Cannon (pásu)

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið? 
Undirbúningur hefur gengið ágætlega.  Liðið er nokkurn veginn á þeim stað sem við ætluðum okkur á þessum tímapunkti en nokkur lítilsháttar meiðsli að stríða okkur þessa dagana.

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Væntingarnar eru tvíþættar.  Annars vegar viljum við keppa um þau verðlaun sem eru í boði í vetur og hins vegar halda áfram að þróa okkur ungu leikmenn og veita þeim aukin tækifæri í efstu deild.

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Fyrir mér eru KR-ingar með langsterkasta leikmannahópinn á hinum margfræga pappír.  Stólar eru all-in fyrir veturinn og ætla sér einnig stóra hluti.  Við í Garðabænum Haukamenn og fleiri ætlum okkur svo að blanda okkur í umræðuna og stríða þessum tveimur liðum hvað mest við getum.

Fréttir
- Auglýsing -