spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKendall á leið til Frakklands

Kendall á leið til Frakklands

Valsmenn greindu frá því á Facebooksíðu sinni fyrr í kvöld að Kendall Lamont Anthony, bandarískur leikmaður liðsins, myndi leika sinn síðasta leik fyrir félagið gegn Haukum í kvöld, en sá leikur hófst klukkan 20. Valsmenn hafa komist að samkomulagi við franska félagið BCM Gravelines-Dunkurque og mun Kendall halda til Frakklands eftir leik kvöldsins, en BCM Gravelines leikur í Pro A deildinni þar í landi.

Kendall, sem er 25 ára, hefur heldur betur slegið í gegn í liði Vals í Domino’s deildinni í vetur og er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 30,6 stig og 9 stoðsendingar að meðaltali í þeim 7 leikjum sem hann lék fyrir Hliðarendafélagið. Það verður því stórt skarð höggvið í raðir Valsara eftir leik kvöldsins, en Valur er sem stendur í 10. sæti deildarinnar með 6 stig.

Fréttir
- Auglýsing -