spot_img
HomeFréttirKen Webb tekur við danska liðinu Horsens IC

Ken Webb tekur við danska liðinu Horsens IC

15:54
{mosimage}

(Ken Webb)

Bandaríski þjálfarinn Ken Webb sem þjálfaði Skallagrím hér á Íslandi hefur tekið við Horsens IC í dönsku úrvalsdeildinni og mun stýra liðinu næstu tvö tímabil.

Horsens hafnaði í 9. sæti og næstneðsta sæti deildarinnar í Danmörku sem er versti árangur félagsins í efstu deild og eru bundnar miklar væntingar við Webb á næstu tveimur árum.

Webb stýrði Skallagrímsmönnum á þarsíðustu leiktíð og hafnaði liðið þá í 6. sæti í deildarkeppninni. Til stóð að hann myndi stýra Skallagrím á síðustu leiktíð en þegar efnahagskreppan skall á var ljóst að Borgnesingar myndu ekki halda þjálfaranum og nú er hann kominn til Danmerkur en þar var hann áður en hann hélt til Noregs og svo Íslands. Webb hefur verið í Danmörku í vetur að þjálfa yngri flokka en kona hans og börn búa í Danmörku.


[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -