Undanúrslit Geysisbikars karla fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.
Næst er komið að Njarðvík sem mætir KR í undanúrslitum kl 20:15 í dag.
Njarðvík
Njarðvíkingar eiga möguleika á að komast í sextánda úrslitaleik sinn bikarkeppninni með sigri á KR í kvöld. Það eru fjórtán ár síðan liðið komst í Höllina síðast er liðið varð bikarmeistari 2005. Síðast var Njarðvík í undanúrslitum 2009 en þá var ekki leikið í Laugardalshöllinni.
Illa hefur gengið hjá liðinu síðustu ár í bikarkeppninni er spurning er hvort liðið geti snúið því við í ár. Njarðvík situr á toppi deildarinnar og þykir ansi sigurstranglegt í öllum keppnum.
Koma Elvars í liðið gerði það ansi óárennilegt en Njarðvík býr yfir mikilli breidd af hæfileikum. Langt er síðan liðið hefur verið jafn vel í stakk búið til að vinna titla og er því spurning hvort 13 ára bið eftir stórum titli verði á enda í Njarðvík þessa helgina.
Undanúrslitaviðureign: Gegn KR fimmtudaginn 14. febrúar kl. 21:15
Síðasti leikur þessara liða í deild: KR 55-71 Njarðvík – 4. febrúar 2019
Viðureign í 8 liða úrslitum: 87-66 sigur á Vestra
Viðureign í 16 liða úrslitum: 96-76 sigur á Þór Þ
Viðureign í 32. liða úrslitum: 78-68 sigur á Val
Fjöldi bikarmeistaratitla: 8
Síðasti bikarmeistaratitill: 2005
Fylgist með: Jeb Ivey
Ekki ungur, ekki efnilegur en alveg hrikalega mikilvægur. Tók þátt í síðasta stóra titli Njarðvíkur (Íslandsmeistari 2006) en hann var einnig viðstaddur síðasta bikarmeistaratitil Njarðvíkur. Þá var hann nefnilega leikmaður Fjölnis sem tapaði fyrir Njarðvík í úrslitaleiknum sem var fyrir 14 árum uppá dag.
Leikmaður sem stýrir leiknum frábærlega og tekur yfirleitt réttar ákvarðanir. Getur tekið liðið á sínar herðar og klárað leiki ef þess þarf.
Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti