18:08
{mosimage}
Keith Vassel hefur ákveðið að leika með ÍR seinni hluta leiktímabilsins og verður löglegur með liðinu 18. janúar nk.
Þetta eru sannarlega góðar fréttir fyrir ÍR-inga, því Keith er gríðarlega litríkur og sterkur leikmaður, sem færir liðinu vonandi þann stöðugleika sem vantar. Keith kom hingað fyrst á árinu 1997 til að leika með KR og átti stóran þátt í því þegar þeir lönduðu Íslandsmestaratitlinum á árinu 2000. Hann hefur síðan leikið hluta tímabils með Hamri og var í sumar ráðinn spilandi þjálfari hjá Fjölni.
Keith er 35 ára, kemur frá Kanada, en fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum.
Frétt af www.ir-karfa.is
Mynd: Eurobasket.com