spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKeira Robinson jafnaði metin á móti Danielle og Elfic Fribourg

Keira Robinson jafnaði metin á móti Danielle og Elfic Fribourg

Keira Robinson og félagar í Nyon Basket Féminin jöfnuðu metin á móti Danielle Rodriques og Elfic Fribourg í úrslitum Svissnesku deilarinnar með 65-74 sigri í gær eftir framlengingu.

Nyon byrjaði leikinn mikið betur og leiddu 9-24 eftir fyrsta leikhluta. Hvorugu liðinu gekk vel að koma boltanum ofan í körfuna í öðrum leikhluta og stóðu leikar 22-30 í hálfleik.

Í þriðja leikhluta náði Elfic loks að jafna og stóðu leikar svo jafnir eftir fjórða leikhluta, 61-61, og þurfti því að framlenga.

Í framlengingunni var Nyon mikið sterkara og vann að lokum 65-74 sigur sem fyrr segir.

Danielle átti fínan leik fyrir Elfic en hún var næst stigahæst með 17 stig á eftir Önu Rodrigues sem skoraði 26 stig.

Keira var með 11 stig og 4 stoðsendingar fyrir Nyon en stigahæst hjá liðinu var landa hennar Samantha Breen með 20 stig.

Næsti leikur liðanna er á fimmtudaginn á heimavelli Nyon.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -