spot_img
HomeFréttirKeflvískur sigur í kaflaskiptum leik

Keflvískur sigur í kaflaskiptum leik

 

Keflavík sigraði Stjörnuna á heimavelli sínum, í TM höllinni, með 53 stigum gegn 48. Liðiðn eru áfram í sínum sætum í deildinni. Keflavík í því 3. og Stjarnan í því 6.

 

 

Einhverjar breytingar höfðu verið gerðar á leikmannahópi Stjörnunnar. Þær höfðu (fyrr um daginn) fengið til sín nýjan erlendan leikmann, Adrienne Godbold og var hún komin með leikheimild, en ásamt henni var Heiðrún Kristmundsdóttir einnig að spila sinn fyrsta leik. Þá var Hafrún Hálfdánardóttir fjarri góðu gamni, heima með flensu.

 

Fyrri hálfleikur leiksins var tvískiptur. Í fyrsta leikhlutanum var Keflavík skrefinu á undan. Hann endaði í 13-8. Svo í 2. tóku Stjörnustúlkur við sér. Voru komnar yfir, 15-16, þegar um 4 mínútur voru liðnar af honum. Gengu svo ennfrekar á lagið. Leyfðu aðeins 6 stig í leikhlutanum á meðan að það skoruðu 20 hinumegin á vellinum. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Stjarnan með 9 stiga forystu, 19-28.

 

Atkvæðamest fyrir heimastúlkur í fyrri hálfleiknum var Marín Laufey Davíðsdóttir með 6 stig og 4 fráköst á meðan að fyrir gestina var það Ragna Margrét Brynjarsdóttir sem dróg vagninn með 10 stigum og 9 fráköstum.

 

Í byrjun seinni hálfleiksins virtist Stjarnan ætla að halda forystu sinni. Þegar að hlutinn var hálfnaður voru þær ennþá með 9 stiga forystu, 26-35. Hinsvegar þegar leið á hlutann virtist Keflavík vera að rífa sig smátt og smátt aftur í gang. Þegar að leikhlutinn endar hafa Stjörnustúlkur þó enn 6 stiga forystu, 34-40.

 

Í lokaleikhlutanum hélt þetta áhlaup Keflavíkur svo áfram. Þær eru þó undir allt þangað til um 6 mínútur eru eftir af leiknum, en þá jafnar Melissa Zorning leikinn aftur fyrir þær, 42-42. Þess má geta að eftir að hafa skorað aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum var eins og hún bæri liðið, sóknarlega, á herðum sér þessar lokamínútur. Skoraði 15 stig í seinni hálfleiknum. Keflavík tekur svo öll völd á vellinum eftir þetta. Eiga þarna fljótlega eftir að hún jafnar góðan 9-2 kafla þar sem að staðan verður 51-44. Vinna svo að lokum 4. leikhlutann 19-8. Sigra leikinn því í heildina með 5 stigum, 53-48.

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Marín Laufey Davíðsdóttir, en hún skoraði 10 stig, tók 9 fráköst, stal 4 boltum og varði 2 skot á þeim rúmu 23 mínútum sem hún spilaði.

 

Myndir #1

Myndir #2

Tölfræði

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -