Keflavík lagði Þór Akureyri í kvöld í úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 89-67.
Fyrir leik
Keflavík hafði fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitil þessa tímabils í Subway deildinni. Höfðu aðeins tapað tveimur leikjum það sem af var tímabili, en annar þeirra var einmitt gegn Þór á Akureyri. Þór var hinsvegar í neðri, B, hluta Subway deildarinnar, ofarlega þó í henni og höfðu náð í nokkra góða sigra á þessu fyrsta ári sínu aftur í efstu deild kvenna.
Bæði lið unnu nokkuð góða sigra í undanúrslitum keppninnar fyrir helgi. Keflavík hafði lagt granna sína í Njarðvík nokkuð örugglega á meðan að Þór hafði betur gegn Grindavík í miklum baráttuleik.
Saga liðanna tveggja í bikarúrslitum gjörólík. Þar sem að Keflavík freistaði þess að vinna sinn 16. titil í 25 ferðum í úrslitaleikinn á meðan að Þór hafði aðeins einusinni verið þarna áður, árið 1975, en þá lögðu þær KR.
Gangur leiks
Leikurinn fór af stað með smá látum, mikill orka var í báðum liðum en gæðin í Keflavíkur liðinu komu strax í ljósog unnu þær fyrsta leikhluta 26 – 13. Þórs stúlkur gáfust þó ekki upp og komu með fínt áhlaup undir lok 2. leikhluta. Tölur í hálfleik 46 – 34.
Þórs stúlkur voru komnar í nokkra brekku í upphafi seinni hálfleiksins sem þær náðu ekki að klífa þrátt fyrir mikla baráttugleði. Gæðin í Keflavíkurliðinu komu enn meira í ljós í seinni hálfleiknum og jafnt og þétt ná þær að loka leiknum með gífurlega öruggum 22 stiga sigur, 89-67.
Atkvæðamestar
Að vana þá dró Lore Devos vagnin fyrir Þór með 20 stig 7 fráköst og 9 stoðsendingar. Maddie Sutton skilaði 15 stigum og 11 fráköstum en hún skaut ill utan að velli í dag.
Í liði Keflavíkur var Birna Benónýsdóttir hvað mest áberandi með 15 stig.
Hver var munurinn?
Breiddin vann þetta fyrir Keflavík í dag. Það var mikið jafnræði hjá Keflavíkur stúlkum og dreifðist stigaskorið vel. 5 leikmenn skoruðu meira en 10 stig en aðeins 6 leikmenn hjá Þór komust á blað.
Kjarninn
Þórsstúlkur geta verið stoltar af sinni vegferð og geta tekið þennan leik og þessa bikarkeppni með sér í lokahluta tímabilsins. Keflavík aftur á móti sýndi í dag hvað þær eru góðar, hversu mikill gæði eru í liðinu og ætti engan að undra þó bikarinn sem þær fengu í dag myndi fá Íslandsmeistarabikarinn sér við hlið í bikarskápinn á Sunnubrautinni innan stundar.
Myndasafn (Væntanlegt / Márus Björgvin)
Viðtöl birt upphaflega á vef Víkurfrétta