spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar skipta Stanley Robinson út

Keflvíkingar skipta Stanley Robinson út

 

Líkt og í boðhlaupi þá hefur fjórði erlendi leikmaðurinn tekið við keflinu hjá Keflvíkingum og ef tekið er mið af myndböndum af kappanum þá er hægt að gera ráð fyrir að Dominique Elliott muni klára sprettinn fyrir Keflvíkinga þennan veturinn.  Það þurfti nú engan Nostradamus til að spá fyrir örlögum Stanley Robinson sem var langt frá því að standa undir væntingum í Keflavíkinni. 

 

Dominique Elliott spilaði með Maryland Eastern Shore háskólanum og spilaði síðasta tímabil í Slóveníu með liði Krka. Elliott hóf tímabilið í ár í Swiss þar sem hann lék með liði Genf en fékk ekki áframhaldandi samning þar undir lok nóvember sl.  Elliott er 2 metra hár framherji/miðherji og um 118 kg. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -