Í kvöld fer fram stórslagur KR og Keflavíkur í Dominos deild karla en þessi lið hafa verið þau meðal sterkustu liða deildarinnar í ansi mörg ár.
Það er því von á hamagang í kvöld. Það stöðvaði hinsvegar ekki fyrrum leikmenn og núverandi stuðningsmenn beggja liða að taka einn hring á Hólmsvelli í Leiru fyrr í dag.
Karfan fékk senda mynd af þessum heiðursmönnum við einn teiginn en myndin er af dýrari gerðinni.
Þetta eru Keflvíkingarnir Sigurður Ingimundarson, Guðjón Skúlason og Jón Nordal sem allir hafa lyft nokkrum Íslandsmeistaratitlum. Þá eru KRingarnir Böðvar Guðjónsson, Gunnar Páll Rúnarsson og Lárus Árnason.