Heimasíða Keflavíkur hefur síðastliðna daga verið að taka viðtöl við sína leikmenn, nánar tiltekið þá Michael Craion og Almar Guðbrandsson. Craion taldi að Keflvíkingar þyrftu að bæta vörnina á meðan Almar taldi það ráða úrslitum að hafa Magnús Þór Gunnarsson í sínu liði. Hægt er að lesa viðtölin hér að neðan.
Michael Craion
Hvernig hefur undirbúningurinn verið fyrir leikinn og hvað þurfum við að gera til að fara með sigur af hólmi?
Við höfum æft ákveðið og stíft og menn hafa verið að þrýsta á hvorn annan að spila betri vörn því vörnin mun skila sigri í þessum leik. Með því að bæta vörnina og koma í veg fyrir að lið fái fleiri en eina tilraun í sókn er það sem mun leiða okkur til sigurs í þessum leik og keppninni allri.
Hvernig hefur reynslan verið á lífinu á Íslandi?
Reynsla mín hér hefur verið góð hingað til. Ég kann vel við mig á Íslandi. Byrjunin hjá okkur var erfið vegna allra leikmannaskiptanna en ég held að við séum á réttri leið og liðið er að verða betra svo það mikill plús á þessum tímapunkti. Utan vallar geri ég nú mjög lítið, ég horfi mikið á kvikmyndir og sef.
Almar Guðbrandsson
Hvernig eru menn stemmdir fyrir leikinn?
Menn eru vel stemmdir fyrir leikinn og hlakka mikið til. Alltaf gaman að spila mikilvæga leiki við annað Suðurnesjalið.
Í hverju felast möguleikar Keflavíkur í þessum leik?
Við erum með lið sem getur keyrt upp hraðann og svo má ekki gleyma því að við erum með mann sem heitir Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði en ekki þeir…
Er raunhæft að Keflavík verji titilinn?
Auðvitað ætlum við okkur að verja titilinn og höfum alla burði í það.
Mega Keflvískir stuðningsmenn búast við þér sterkari á þessu ári?
Ég hef ekki verið að spila vel í síðustu leikjum og ekki verið að spila mikið en markmiðið mitt er að spila töluvert betur og þar af leiðiandi spila meira og hjálpa liðinu eins og ég get.