Keflvíkingar eru Icelandic Glacial meistarar annað árið í röð eftir sigur gegn heimamönnum í Þór í lokaleik í kvöld, 87-103. Keflavík vann alla þrjá leiki sína á mótinu gegn ÍR, Grindavík og Þór, en þjálfari liðsins Pétur Ingvarsson er að vinna titilinn þriðja árið í röð þar sem hann vann hann einnig 2022 með Breiðablik. Á eftir Keflavík þetta árið voru Grindavík, ÍR og heimamenn í Þór með einn sigur hvert. Í hinum leik kvöldsins hafði Grindavík betur gegn ÍR, 91-95.
Þór 87 – 103 Keflavík
Stigaskor Þórs: Morten Bulow 23, Franck Kamgain 19, Marcus Brown 16, Jordan Semple 11, Emil Karel Einarsson 6, Ólafur Gunnlaugsson 6, Davíð Arnar Ágústsson 3 og Marreon Jackson 3.
Stigaskor Keflavíkur: Wendell Green 29, Hilmar Pétursson 17, Igor Maric 15, Jarelle Reischel 12, Jaka Brodnik 9, Sigurður Pétursson 7, Marek Dolezaj 7 og Halldór Garðar Hermannsson.
ÍR 91 – 95 Grindavík
Stigaskor ÍR: Oscar Jorgensen 27, Jakob Falko 19, Hákon Örn Hjálmarsson 18, Zarko Jukic 11, Tómas Orri Hjálmarsson 9, Matej Kavas 3, Collin Pryor 2 og Jónas Steinarsson 2.
Stigaskor Grindavíkur: Devon Thomas 22, Jason Gigliotti 14, Deandre Kane 12, Kristófer Breki Gylfason 12, Nökkvi Már Nökkvason 9, Valur Orri Valsson 9 og Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]