11:50
{mosimage}
(Körfuboltalið Keflavíkur og Njarðvíkur í árgangi 1980)
Um helgina fagnaði árgangur 1980 í Njarðvík og Keflavík 15 ára fermingarafmæli sínu og af því tilefni var splæst í körfuboltaleik millum árganganna. Leikurinn sem fram fór á laugardag var haldinn í Yankee-Stadium sem er íþróttarhúsið á Vallarheiði á Suðurnesjum.
Skemmst er frá því að segja að Keflvíkingar höfðu betur í leiknum 55-49 eftir jafnan og skemmtilegan leik. Keflvíkingar reyndust sterkari á endasprettinum en Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina allt þar til leið á fjórða leikhluta. Gerður var góður rómur að leiknum og höfðu sumir leikmannanna það á orði að ómögulegt hefði verið að keppa upp á gömlu Varnarstöðinni og geta ekki fengið sér Wendy´s hamborgara í leikslok!
[email protected]
Mynd: Helga Guðmundsdóttir