Kelvíkingar sigruðu Þór frá Þorlákshöfn í kvöld en þó var sigurinn langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins munaði 3 stigum á liðunum í hálfleik en í þeim seinni gáfu heimamenn í og komust mest í 18 stiga forystu. Á síðustu metrunum slökuðu Keflvíkingar full mikið á og það nýttu Þórsarar sér en aldrei þó nægilega til að getað tekið sigurinn. 106:100 lokatölur leiksins og Keflvíkingar komnir í 26 stig í deildinni.
Jafnt var með á liðunum í fyrsta fjórðung þar sem bæði lið settu niður 23 stig. Darrel Lewis fór mikin fyrir Keflvíkinga á þeim tímapunkti á meðan David Jackson var nærrum því óstöðvandi og skoraði úr öllum færum sínum framan af. Í öðrum fjórðung tók Micael Craion við keflinu af Lewis hjá Keflvíkingum og skoraði nánast að vild. Kappinn var komin með 18 stig áður er hálfleiksbjallan glummdi. Tilþrif leiksins komu hinsvegar rétt áður en flautað var til hálfleiks þegar Benjamin Smith hjá Þórsurum setti niður flautu þrist og aðeins þrjú stig munurinn á liðunum í hálfleik.
Það var svo í þriðja leikhluta að Keflvíkingar tóku af skarið og komu sér í þægilegt forskot fyrir síðasta fjórðunginn. Þeir héldu svo áfram að þjarma að gestum sínum og voru sem fyrr segir komnir mest í 18 stiga forystu. Á þeim timapunkti virtust Keflvíkingar einfaldlega vera orðnir saddir og hægðu á sínum leik. Svo mikið reyndar að þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum höfðu Þórsarar komið muninum niður í 9 stig. Guðmundur Jónsson hafði verið nýbúin að setja stóran þrist niður þegar hann fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir kjaftbrúk. þar með var hans villukvóti þetta kvöldið búin og hann fór á bekkinn. Þar með hafa flestir afskrifað Þór í þessum leik en þvert á móti þá börðust þeir til síðustu mínútu eins og þeir gátu en áttu ekki erindi sem erfiði.
Keflvíkingar einfaldlega of stór biti þetta kvöldið og augljóst að Þórsarar sakna þeirra Baldurs og Darra í sitt lið. Hinsvegar má ekki gleyma að þarna kemur upp tækifæri fyrir aðra og það virtist Þorsteinn Ragnarsson nýta sér ágætlega þetta kvöldið. Setti niður 16 stig og var að spila ágætis vörn. Atkvæðamestur hjá Þór var Benjamin Smith þetta kvöldið með 30 stig en hjá Keflavík var það Michael Craion með 29 stig.
Karfan TV: Guðmundur Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson í viðtali .