Tveir leikir fóru fram í Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn í dag.
Í fyrri leik dagsins kjöldró Keflavík granna sína úr Grindavík, 91-128. Í seinni leiknum báru heimamenn í Þór svo sigurorð af Hamri 99-90.
Keflavík og Þór eru því taplaus það sem af er móti, en á fyrsta leikdegi síðastliðinn fimmtudag vann Keflavík lið Hamars og Þór vann Grindavík.
Lokaumferðin fer fram komandi miðvikudag 20. september, en þar munu Þór og Keflavík mætast í úrslitaleik kl. 20:00, en Hamar og Grindavík leika um bronsið kl. 18:00.
Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].