Keflavík hafði betur gegn Haukum í Ólafssal í kvöld í 18. umferð Bónus deildar karla.
Eftir leikinn er Keflavík í 7. til 10. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Haukar eru enn í 11. til 12. sætinu með 8 stig.
Þrátt fyrir að gestirnir úr Keflavík hafi byrjað leik kvöldsins betur náðu heimamenn í Haukum að halda leiknum spennandi í öðrum leikhlutanum og munaði aðeins 9 stigum á liðunum í hálfleik.
Keflvíkingar ná svo með herkjum að hanga á forystunni í upphafi seinni hálfleiksins og er það ekki fyrr en um miðbygg þess fjórða sem þeir ná að gera útum leikinn, en að lokum vinna þeir öruggan 9 stiga sigur, 95-104.
Stigahæstir fyrir Hauka í leiknum voru Everage Lee Richardson með 30 stig og De’sean Parsons 22 stig. Fyrir Keflavík var Remu Emil Raitanen stigahæstur með 20 og Igor Maric bætti við 17 stigum.
Haukar: Everage Lee Richardson 30/6 fráköst/9 stoðsendingar, De’sean Parsons 22/14 fráköst/9 stoðsendingar, Seppe D’Espallier 15/4 fráköst, Ágúst Goði Kjartansson 8, Hilmir Hallgrímsson 7/5 fráköst, Hilmir Arnarson 7, Hugi Hallgrimsson 6, Gerardas Slapikas 0, Eggert Aron Levy 0, Birkir Hrafn Eyþórsson 0, Kristófer Kári Arnarsson 0.
Keflavík: Remu Emil Raitanen 20/4 fráköst, Igor Maric 17/7 fráköst, Ty-Shon Alexander 14/5 fráköst/14 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 12, Jaka Brodnik 12/5 fráköst, Hilmar Pétursson 12, Sigurður Pétursson 7/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5/6 stoðsendingar, Nigel Pruitt 5, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Einar Örvar Gíslason 0.