spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar aftur á sigurbraut

Keflvíkingar aftur á sigurbraut

Keflavík hafði betur gegn Haukum í Ólafssal í kvöld í 18. umferð Bónus deildar karla.

Eftir leikinn er Keflavík í 7. til 10. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Haukar eru enn í 11. til 12. sætinu með 8 stig.

Þrátt fyrir að gestirnir úr Keflavík hafi byrjað leik kvöldsins betur náðu heimamenn í Haukum að halda leiknum spennandi í öðrum leikhlutanum og munaði aðeins 9 stigum á liðunum í hálfleik.

Keflvíkingar ná svo með herkjum að hanga á forystunni í upphafi seinni hálfleiksins og er það ekki fyrr en um miðbygg þess fjórða sem þeir ná að gera útum leikinn, en að lokum vinna þeir öruggan 9 stiga sigur, 95-104.

Stigahæstir fyrir Hauka í leiknum voru Everage Lee Richardson með 30 stig og De’sean Parsons 22 stig. Fyrir Keflavík var Remu Emil Raitanen stigahæstur með 20 og Igor Maric bætti við 17 stigum.

Tölfræði leiks

Haukar: Everage Lee Richardson 30/6 fráköst/9 stoðsendingar, De’sean Parsons 22/14 fráköst/9 stoðsendingar, Seppe D’Espallier 15/4 fráköst, Ágúst Goði Kjartansson 8, Hilmir Hallgrímsson 7/5 fráköst, Hilmir Arnarson 7, Hugi Hallgrimsson 6, Gerardas Slapikas 0, Eggert Aron Levy 0, Birkir Hrafn Eyþórsson 0, Kristófer Kári Arnarsson 0.


Keflavík: Remu Emil Raitanen 20/4 fráköst, Igor Maric 17/7 fráköst, Ty-Shon Alexander 14/5 fráköst/14 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 12, Jaka Brodnik 12/5 fráköst, Hilmar Pétursson 12, Sigurður Pétursson 7/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5/6 stoðsendingar, Nigel Pruitt 5, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Einar Örvar Gíslason 0.

Fréttir
- Auglýsing -