Keflavík sigraði Val í undanúrslitum Lengjubikar þessa árs á heimavelli sínum með 4 stigum, 80-76 og eru þar með komnar í úrslitaleikinn þar sem þær mæta annaðhvort Grindavík eða Haukum, en sá leikur er einmitt sá sem að er á dagskrá næstur.
Leikurinn fór fjörlega af stað. Þar sem að vígið, Keflavík, virtist ætla að (þrátt fyrir frekar breyttan hóp frá því í fyrra og frekar ungan meðalaldur) taka öll völd og keyra gestina úr Reykjavík í kaf. Valsstúlkur tóku þó vel við sér. Reyndar svo vel, að eftir að hafa verið aðeins 4 stigum undir eftir þann fyrsta, 28-24. Náðu þær í þeim öðrum að taka allar tögl og haldir á leiknum og snúa þessu tafli sér í vil. Komust fyrst yfir þegar um 3 mínútur lifðu eftir af þessum fyrri hálfleik 39-42.
Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik höfðu Reykjavíkurstúlkur svo 5 stiga forystu, 43-48.
Í fyrri hálfleiknum munaði mestu um framlag Guðbjargar Sverrisdóttur fyrir Valsstúlkur, en hún skoraði 11 stig, stal 5 boltum, gaf 3 stoðsendingar og tók 4 fráköst í þessum fyrri hálfleik. Fyrir heimastúlkur var það Sandra Lind Þrastardóttir sem var atkvæðamest, með 7 stig og 5 fráköst.
Seinni hálfleikurinn var að miklu leyti eitthvað það öruggasta framhald loka þess fyrri sem ýmindast gæti. Valsstúlkur brutu á aftur hverja atlögu kraftmikilla andstæðinga sinna allt þangað til réttar 2 mínútur voru eftir af leiknum, en þá kom erlendur leikmaður Keflavíkur, Melissa Z heimastúlkum loks aftur yfir 75-73 með flotbolta.
Eftir það leit Keflavík ekki aftur, enda kannski lítið eftir. Kláruðu leikinn með 4 stiga sigri, 80-76 og eru með því (eins og áður var tekið fram) komnar í úrslit Lengjubikarkeppni þessa árs.
Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Sandra Lind Þrastardóttir, en hún skoraði 14 stig og tók 11 fráköst á þeim 25 mínútum sem hún spilaði í leiknum.
Myndir, viðtöl & umfjöllun / Davíð Eldur & Bára Dröfn