spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavíkurkonur keyra suður með sigur í farteskinu

Keflavíkurkonur keyra suður með sigur í farteskinu

Kvennalið Keflavíkur mætti í Hafnarfjörðinn og keppti þar gegn Haukum í kvöld. Djúpir þristar og sterkur kani skilaði þeim sigri í leik sem fór 93-81 fyrir gestunum. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn annan leik á tímabilinu í kvöld og skilaði 5 stigum fyrir Haukana.

Leikurinn byrjaði mjög jafnt en við lok fyrsta leikhluta fóru Keflvíkingar að skjótast fram fyrir Haukana. Haukakonur nörtuðu í hælana á andstæðingunum og var staðan 48-51 fyrir Keflavík í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af hörku hjá heimakonum og náðu þær fljótt forystunni og hélst leikurinn jafn út þriðja leikhluta. Keflvíkingar komust svo aftur á skrið í lokaleikhlutanum og héldu forystunni fram að lokasekúndunni.

Þrennuvaktin var næstum því mætt á svæðið þar sem kanar beggja liðanna voru tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. Keira Robinson var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og Daniela Wallen var með 20 stig, 15 fráköst og sömuleiðis 8 stoðsendingar.

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -