07:00
{mosimage}
(Sverrir var með 10 stoðsendingar í liði Keflavíkur)
Keflavík vann ÍR 95-72 í gærkvöldi en ÍR-ingar voru aðeins 8 á skýrslu.
Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum þó Keflavík var með forystuna mest allan tímann. Í seinni hálfleik náði Keflavík góðu forskoti og ÍR náði aldrei að brúa bilið.
Hjá Keflavík var Tim Ellis með 31 stig og 11 fráköst og Thomas Soltau skoraði 13 stig.
Hjá ÍR var Fannar Helgason með 18 stig og La M Owen með 14 stig.
ÍR-ingar voru aðeins 8 í leiknum það vantaði sterka leikmenn eins og Steinar Arason.
Þetta var síðasti deildarleikur hjá Keflavík áður en þeir fara í Evrópukeppnina.