spot_img
HomeFréttirKeflavík valtaði yfir Breiðablik

Keflavík valtaði yfir Breiðablik

16:26 

{mosimage}

 

 

Keflavík gerði fyrstu átta stigin gegn Breiðablik í gær en Blikar náðu að minnka muninn í 10-4 en eftir það stungu Keflavíkurkonur af. Eftir hverja skoraða körfu pressaði Keflavík á Breiðablik og Blikastúlkur töpuðu mörgum boltum með lélegum sendingum. Í raun var það gangur leiksins í heild sinni. Sterk vörn Keflavíkur komst inn í allar lélegar sendingar Blika og sumar góðar líka.

 

Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 29-13 fyrir Keflavík og í öðrum leikhluta héldu yfirburðir Keflavíkur áfram og gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 60-19. Ta Kesha Watson gerði 20 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleik og eru allar horfur á því að hún eigi eftir að láta rækilega að sér kveða í vetur.

 

Æðibunugangur Keflavíkur hélt áfram og urðu lokatölur leiksins 105-44 Keflavík í vil. Keflavíkurvörnin komst þó upp með að spila nokkuð stíft og ekki víst hvort það gerist í allan vetur en þrátt fyrir að dómarar leiksins hefðu tekið strangar á Keflavíkurvörninni hefði það ekki skitp sköpum. Keflavík hafði algera yfirburði á vellinum.

 

Ta Kesha var stigahæst hjá Keflavík með 28 stig og 7 stoðsendingar en María Ben Erlingsdóttir gerði 25 stig og tók 9 fráköst. Hjá Breiðablik var Tiara Harris með 23 stig og 9 fráköst en Breiðablik þarf á sterkari Bandaríkjamanni að halda þar sem Tiara hvarf heilu og hálfu mínúturnar í leiknum. Telma B. Fjalarsdóttir, sem skipti yfir í Breiðablik úr KR fyrir þessa leiktíð, gerði 13 stig í leiknum og tók 10 fráköst hjá Blikum.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

 

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -