spot_img
HomeFréttirKeflavík sýndi klærnar þegar á leið

Keflavík sýndi klærnar þegar á leið

Keflavík sigraði Val í 26. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í kvöld á heimavelli sínum, TM-Höllinni, með 79 gegn 72 stigum. Fyrir leikinn höfðu liðin spilað þrisvar gegn hvoru öðru í vetur. Þann 29. október (í Keflavík) fóru heimastúlkur með 9 stiga sigur (100-91) af hólmi, 10. desember (að Hlíðarenda) unnu þær svo með 12 stigum (69-81) og nú síðast (að Hlíðarenda) sigruðu þær með 16 stigum (72-88) 
 

 

Staða liðanna í deildinni er nokkuð ólík þar sem Keflavík hafði fyrir löngu tryggt 2. sæti sitt í deildinni (með litla/enga möguleika á að ná toppliði Snæfells) á meðan Valur, í 5. sæti, átti enn nokkra möguleika (þó litlir þeir væru svosem) á að verða sér úti um 4. sæti deildarinnar (þá á kostnað annaðhvort Hauka eða Grindavíkur)

 

Í byrjun leiks virtist lítið skilja liðin að. Keflavík byrjaði ögn betur, en Valur fylgdi fast á hæla þeirra, allt þangað til 3 mínútur lifðu eftir af hlutanum, en þá komst Valur yfir. Leikhlutinn endaði svo með 2 stiga forystu (18-20) gestana.

 

Annar leikhlutinn var svo svipaður og sá fyrsti. Þar sem liðin skiptust á að hafa forystu. Í þessum fyrri hálfleik skiptu liðin alls í 12 skipti (í 7 skipti var jafnt) með sér forystunni, sem var þó ekki meiri en (mest) 5 stig fyrir Keflavík, en 3 (mest) fyrir Val. Munurinn var aðeins 1 stig (39-38) þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

 

Mestu munaði, fyrir heimastúlkur, um framlag Carmen Tyson Thomas, en hún skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Fyrir gestina var það Ragnheiður Benónísdóttir sem var atkvæðamest með 8 stig og 6 fráköst

 

Í þriðja leikhluta seig lið Keflavíkur eilítið meira framúr en venja þessa leiks hafði sýnt áður. Lið Keflavíkur í heild, mun stærra en það er Valur hefur úr að velja. Liðin því, hingað til í leiknum, ekki verið að spila á jafn mörgum leikmönnum. Því ekki ólíklegt að liðsmenn Vals hafi verið farnir að þreytast um þetta leyti. Hlutinn endaði í 5 stiga (64-59) forystu heimastúlkna.

 

Í lokaleikhlutanum héldu heimastúlkur svo áfram að bæta í muninn og sigruðu á endanum með 7 stigum (79-72) Mesti munur liðann var 16 stig í leikhlutanum, en Valur náði aðeins að klóra í bakkann í restina. 

 

Maður þessa leiks, Carmen Tyson Thomas, virðist vera farin að finna fjölina aftur (eftir að hafa meiðst í síðasta leik þessara liða) Hún skoraði 37 stig, tók 17 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim rúmu 35 mínútum sem hún spilaði í leiknum.

 

Myndasafn 

Tölfræði 

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Keflavík-Valur 79-72 (18-20, 21-18, 25-21, 15-13)

 

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 37/17 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 9/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/11 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/15 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4, Lovísa Falsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0. 

 

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 15/6 fráköst, Taleya Mayberry 14/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 11/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 10/12 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/8 fráköst/4 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 9/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 1, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0. 

 

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson  

Sigurður – Keflavík:

 

Ragnheiður – Valur:

 

Ágúst – Valur:

 
Fréttir
- Auglýsing -