spot_img
HomeFréttirKeflavík sterkari í seinni hálfleik

Keflavík sterkari í seinni hálfleik

 Topplið Keflavíkur sigruðu bikar og íslandsmeistara Njarðvíkur í Dominosdeild kvenna í kvöld með 99 stigum gegn 83 í Toyotahöllinni í kvöld. Það voru hinsvegar Njarðvíkurstúlkur sem komu töluvert grimmari til leiks þetta kvöldið og sýndu heimasætunum í Keflavík litla virðingu framan af og staðan í hálfleik 37:51 gestina í vil. 
 Flestir bjuggust líkast til við því fyrir kvöldið að þetta yrði náðugt kvöld hjá toppliði Keflavíkur gegn grönnum sínum.  Keflavík  á toppi deildarinnar aðeins tapað einum leik og Njarðvík hefur gengið brösulega í vetur þó svo að leikur liðsins síðastliðna leiki hefur verið uppávið. 
 
En Njarðvíkurstúlkur komu til leiks tilbúnar og hófu leikinn af krafti.  Spiluðu gríðarlega góða vörn og boltinn látin ganga manna á milli þangað til að nægilega gott færi kom og það gerðist oftar en ekki. Út á þekju var hinsvegar sú vörn sem Keflvíkurliðið var að bjóða uppá og í raun liðið í heild sinni hálf meðvitundarlaust allan fyrri hálfleik.  Ef ekki hefði verið fyrir sóknarleik Jessicu Jenkins í fyrri hálfleik sem hafði þá skorað 16 stig hefðu Keflavíkurstúlkur verið í bullandi vandræðum. 
 
Í seinni hálfleik virtust Njarðvíkurstúlkur ætla að halda áfram að herja á sigur í þessum leik og fljótlega höfðu þær komið sér í 16 stiga forskot í þriðja leikhluta.  En þá hófst þáttur Söru Rún Hinriksdóttir sem tók sóknarleik Keflvíkur á herðar sér.  Á fáeinum mínútum skoraði Sara 10 stig án þess að Njarðvíkurstúlkur náðu að svara fyrir sig og allt í einu var munurinn komin niður í 6 stig.  Á þessum tíma voru Keflavíkurstúlkur vaknaðar til lífsins og höfðu hert varnarleik sinn til muna.  Skemmst frá því að segja þá sigraði Keflavík þriðja leikhluta 34:9 og voru komnar í 11 stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. 
 
Áfram héldu Keflavík í þeim fjórða og virtust Njarðvíkurstúlkur algerlega búnar að missa alla trú á verkefninu. Svo fór að Keflavík endaði að gjörsigra Njarðvík 99:83.  Hjá Keflavík var Jessica Jenkins þeirra besti leikmaður þetta kvöldið hún setti 33 stig (10/17 í þristum) og tók 7 fráköst.  Hjá Njarðvík leit þetta gríðarlega vel út í fyrri hálfleik, 8 leikmenn komnir á blað en leikur liðsins hrundi algerlega í seinni hálfleik. Þeirra best var að venju Lele Hardy sem undir lok leiks var gersamlega búin með pústið. Lele setti sína sóðalegu línu í 39 stigum, 24 fráköstum og 8 stoðsendingum. 
 
 
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -