Keflavík lagði heimakonur í Haukum í Ólafssal í Subway deild kvenna, 76-72.
Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti A riðils með tvo sigra í jafn mörgum leikjum á meðan að Haukar eru í 5. sætinu, hafa unnið einn og tapað tveimur.
Mikið jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks, en í öðrum leikhlutanum ná Haukar að vera skrefinu á undan og leiða með 8 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 41-33.
Keflavík svarar svo með áhlaupi í upphafi seinni hálfleiksins og er staðan jöfn fyrir lokaleikhlutann, 54-54. Liðin skiptast í nokkur skipti á forustunni í þeim fjórða, en þó munar aldrei meira en körfu á liðunum. Undir lokin nær Keflavík svo að vera skrefinu á undan og sigra leikinn að lokum með 4 stigum, 72-74.
Best í liði heimakvenna í kvöld var Keira Robinson með 26 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Henni næst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 21 stig.
Fyrir Keflavík drógu vagninn Daniela Wallen með 15 stig, 15 fráköst og Birna Valgerður Benónýsdóttir með 20 stig og 3 fráköst.
Myndasafn (væntanlegt)