Keflavík fékk Tindastól í heimsókn í Dominos deild karla í kvöld. Keflvíkingar sem eru á toppi deildarinnar hafa verið illviðráðanlegir í vetur.
Það voru heimamenn sem byrjuðu betur. Keflavík setti fyrstu 11 stigin gegn gjörsamlega fjarverandi liði Tindastóls. Stólarnir tóku lékhlé eftir rúmmlega þriggja mínútna leik í stöðunni 13 – 2. Það leikhlé reyndist þeim vel, en þeir minnkuðu munin niður í 14 – 12. Nýr leikmaður Keflavíkur Max Montana fékk tækifæri og spilaði síðustu mínúturnar í leikhlutanum. Shawn D Glover fékk þriðju villuna sem voru ekki góðar fréttir fyrir gestina. Staðan eftir fyrsta leikhluta 23 – 22.
Heimamenn byrjuðu aftur betur, en eftir því sem leið á komust Stórarnir af stað. Glover kom inn á um miðbik leikhlutans en gat lítið beitt sér í varnarleiknum en var ágætur í sókninni. Keflavík var betri á lokamínuútum leikhlutans, staðan í hálfleik 48 – 39.
Aftur voru það heimamenn sem byrjuðu betur, Viðar Ágústsson fékk á sig 4 villuna og Keflavík bætti aðeins í stigaskorið. Tindastóll tók lékhlé þegar um 3 og hálf mínúta voru liðnar af leikhlutanum þá var staðan 9 – 2 í stigaskori. Að þessu sinni skilaði leihléið ekki Stólunum miklu gegn feiki öflugum Keflvíkingum, þegar um 3 og hálfvínúta voru eftir af leikhlutanum var staðan orðin 20 – 6 Keflavík í vil. Þegar um ein og hálf mínúta voru eftir af þriðja leikhluta fékk Max Montana dæmt á sig óíþróttamannslega villu fyrir ljót bort sem virtist þó óviljaverk. Stólarnir náðu aðeins að kroppa í heimamenn síðustu sekúndurnar. Stðan eftir þriðja leikhluta 76 – 56.
Fjórði leikhluti byrjaði á einkennilegri óíþróttamannslegri villi Helgga Rafns, þar sem hann lá í gólfinu og greip í lappirnar á Milka sem var að hlaupa fram hjá. Keflavík var enn og aftur betra liðið fyrstu mínúturnar og voru komnir 27 stigum yfir eftir rúmar 3 mínútur. Von Stólana um að fá eitthvað út út þessum leik að fjara út. Deane fékk á sig óíþróttamannslega villu um miðbik leikhlutans fyrir að hafa fótinn fyrir Viðari og fella hann. Síðustu mínúturnar fékk bekkurinn að spreyta sig. Öruggur sigur Keflavík aldrei í hættu. Lokatölur 107 – 81.
Byrjunarlið:
Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson, Calvin Burks og Valur Orri Valsson.
Tindastóll: Jaka Brodnik, Pétur Rúnar Birgisson, Shawn Derrick Glover, Viðar Ágústsson og Nikolas Tomsick.
Hetjan:
Það má segja að allt byrjunarlið Keflavíkur hafi átt frábæran leik. Max Montana átti fína innkomu af bekknum, en það voru þeir Hörður Axel og Milka sem voru bestir á vellinum.
Kjarninn:
Á meðan gestirnir þurftu að spila sig inn í hvern einasta leikhluta voru heimamenn tilbúnir. Keflavík var grimmara og einfaldlega hafði mun meiri áhuga á sigrinum.
Viðtöl:
Hörður Axel Vilhjálmsson
Max Montana
Hjalti Þór Vilhjálmsson
Baldur Þór Ragnarsson