spot_img
HomeFréttirKeflavík sigraði ÍR

Keflavík sigraði ÍR

Keflavík tók á móti ÍR í 6. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld. Fyrir leikinn var Keflavík Búið að vinna þrjá leiki, en tapa tveimur. ÍR var aðeins búið að vinna einn leik en tapa fjórum.
 

 

Leikurinn endaði með 87 gegn 82 stiga sigri heimamanna og klifra Keflavík þá upp töflu deildarinnar og eru nú með 8 stig í 2.-4. sætinu ásamt Tindastól og Haukum (sem eiga þó sína leiki í 6. umferð inni). ÍR eru með 2 stig og verma 10.-12. sæti ásamt Fjölni og Skallagrím.

 

Liðin skiptust á að hafa forystuna af hvoru öðru og virtust öll leggja mikið í sölurnar fyrir. Fyrsta leikhluta unnu Keflavík naumlega með 21 stigi gegn 19, þar sem að William Graves, leikmaður Keflavíkur, setti 15 þeirra stiga. Annar leikhlutinn var gestana, sem leiddu í hálfleik með 33 stigum gegn 39.

 

Seinni hálfleikurinn hófst svo á svipuðum sveiflum forystunnar. Þar sem að Keflavík virtist koma fíleflt inní leikinn, lokuðu varnarmegin og settu skot sín hinumegin út seinni hálfleikinn. 

 

ÍR-ingar komust nálægt því að gera þetta aftur spennandi undir lok leiks, en Keflavík vildu ekki leyfa það. Spiluðu agaðan varnarleik, héldu haus og settu nógu mörg skot sín niður af gjafalínunni hinumegin svo ekkert varð af því að áhlaup ÍR tækist.

 

 

Punktar:

  • Keflavík skutu 43% (6/14) á móti 29% (9/31) ÍR í 3ja stiga skotum.
  • William Graves setti 15 stig í 1. leikhluta og 19 í 4. leikhluta.
  • Stuðningssveit ÍR söng lag sitt “1 Man Team” í 4. leikhlutanum.
 

Keflavík-ÍR 87-82 (21-19, 12-20, 24-14, 30-29)

 

Keflavík: William Thomas Graves VI 39/6 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Damon Johnson 16/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Arnar Freyr Jónsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Gunnar Einarsson 0.

 

ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 16/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 16/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 15/9 fráköst, Trey Hampton 13/11 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2, Hamid Dicko 0, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Leifur Steinn Arnason 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.

 

Dómarar: Jón Bender, Davíð Tómas Tómasson, Hákon Hjartarson

 

Myndasafn #1

Myndasafn #2

Tölfræði Leiks

 

Umfjöllun og myndir/ Davíð Eldur

 

William – Keflavík:

 

Matthías – ÍR:

 
Fréttir
- Auglýsing -