Keflavík hefur samið við venesúelsku landsliðskonuna Daniela Wallen um að leika með liðinu í Domino’s deild kvenna í vetur.
Daniela hefur verið atvinnumaður í körfubolta síðan 2017 en hún hefur leiki í Svíþjóð, Ástralíu og Finnlandi. Á síðustu leiktíð varð hún finnskur meistari með liði sínu Peli-Karhut en á tímabilinu var hún með 12,5 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í leik.
Áður en hún gerðist atvinnumaður spilaði hún með OCU í bandarísku NAIA háskóladeildinni. Á lokatímabili sínu var hún með 24,6 stig, 8,8 fráköst og 3,8 stolna bolta að meðaltali í leik.