spot_img
HomeFréttirKeflavík og Valur í úrslit Lengjubikarsins

Keflavík og Valur í úrslit Lengjubikarsins

Keflavík-Haukar og Valur-Snæfell mættust í undanúrslitum í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Leikirnir voru báðir sýndir á SportTV.is.
 
Keflavíkurstúlkur sigruðu Haukastúlkur 94-83 í leiks sem var spennandi framan af en í seinni hálfleik sigu þær keflvísku fram úr og sigruðu með 11 stigum. Sara Rún Hinriksdóttir setti 26 stig og reif niður 8 fyrir Keflavík. Auk þess bætti hún við 5 stoðsendingum sem var hæst allra í Keflavíkurliðinu. Hjá Haukur var það sem fyrr Lele Hardy sem dró vagninn með 38 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Leikur Vals og Snæfells var spennandi allt til loka en Valsstúlkur höfðu af sigur á lokamínútunum. Alls skiptust liðin 10 sinnum á forystunni og 8 sinnum í leiknum var staðan jöfn. Öryggi Valsstúlkna á vítalínunni tryggði hins vegar þeim sigurinn. Joanna Harden leiddi Val með 36 stig og 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy stigahæst með 34 stig og 13 fráköst.
 
Undanúrslit Lengjubikarkeppni karla verður í kvöld í Ásgarði. Fjölnir mætir Tindastóli kl. 18:30 og Haukar mæta KR kl. 20:30. Leikirnir verða einnig sýndir beint á SportTV.is.
 
Mynd: Sara Rún Hinriksdóttir leiddi félaga sína í Keflavík til sigurs á Haukum í undanúrslitum Lengjubikarsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -