Icelandic Glacial mótið rúllaði af stað í kvöld, en þetta árið eru það ríkjandi meistarar Keflavíkur, ÍR, Grindavík og heimamenn í Þór sem taka þátt. Tveir leikir voru á dagskrá í kvöld, þar sem í þeim fyrri lagði Keflavík lið ÍR nokkuð örugglega, 97-122, og í þeim seinni unnu heimamenn í Þór lið Grindavíkur, 111-94.
Stigahæstur fyrir Keflavík í kvöld var Wendell Green með 36 stig og Jarelle Reischell honum næstur með 15 stig. Fyrir ÍR var það Jakob Falko sem dró vagninn með 32 stigum og Oscar Jorgensen bætti við 19 stigum.
Fyrir heimamenn gegn Grindavík var það Jordan Semple sem var stigahæstur með 20 stig og Marcus Brown bætti við 18 stigum. Devon Thomas var stigahæstur í liði Grindavíkur með 34 stig og honum næstur var Jason Gigliotti með 22 stig.
Næst verður leikið í mótinu komandi sunnudag 15. september, en þá mun Grindavík mæta Keflavík kl. 14:00 áður en Þór og ÍR eigast við kl. 16:00.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]