Pétursmótið rúllaði af stað í kvöld í Blue Höllinni í Keflavík með viðureign heimamanna gegn Þrótti Vogum og leik Njarðvíkur og Grindavíkur.
Í fyrri leiknum hafði Njarðvík betur gegn Grindavík, 111-97, og í þeim seinni lögðu heimamenn í Keflavík gestina úr Þrótti Vogum, 111-84.
Það verða því Keflavík og Njarðvík sem leika til úrslita á mótinu komandi föstudag 8. september á meðan að Grindavík og Þróttur Vogum leika um þriðja sætið.