Kynningarfundur KKÍ fyrir komandi keppni í Iceland Express deildum karla og kvenna stendur nú yfir og verið var að birta spá félaga deildarinnar. Það voru þrír einstaklingar úr hverju félagi sem skiluðu inn spá og í kvennaflokki var Keflavík spáð titlinum og KR í karlaflokki og því búist við því að Keflavík og KR verji titla sína þetta tímabilið.
Í spá kvennamegin er búist við því að Fjölniskonur falli en karlamegin er Njarðvík og nýliðum Vals spáð falli í 1. deild.
Spár liðanna í úrvalsdeild:
Konur:
1 Keflavík 166
2 KR 163
3-4 Haukar 135
3-4 Valur 135
5 Snæfell 90
6 UMFN 84
7 Hamar 54
8 Fjölnir 37
Karlar:
1 KR 395
2 Grindavík 374
3 Stjarnan 373
4 Snæfell 328
5 Keflavík 293
6 ÍR 244
7 Þór Þ 169
8 Haukar 149
9 Fjölnir 145
10 Tindastóll 136
11 Njarðvík 134
12 Valur 71
Mynd/ [email protected] – Íslands- og bikarmeisturum KR er spáð titlinum í ár í spá félaga í úrvalsdeildunum.