spot_img
HomeFréttirKeflavík og KR mætast í bikarúrslitum kvenna

Keflavík og KR mætast í bikarúrslitum kvenna

18:31

{mosimage}

Það verða Keflavík og KR sem mætast í úrslitum Subwaybikarkeppni kvenna þann 14. febrúar, eftir sigur á andstæðingum sínum í undanúrslitum í dag. Keflavík vann Val á heimavelli 87-55 og KR lagði Skallagrím í Borgarnesi 49-109.

Birna Valgarðsdóttir var atkvæðamest Keflavíkurstúlkna með 21 stig auk þess sem hún tók 14 fráköst. Signý Hermannsdóttir skoraði mest Valsstúlkna eða 17 stig en hún tók 13 fráköst.

Sigrún Ámundadóttir var í miklum ham á sínum gamla heimavelli í Borgarnesi og skoraði 36 stig og tók 13 fráköst auk þess að gefa 6 stoðsendingar og stela 5 boltum fyrir KR. Íris Gunnarsdóttir var stigahæst heimastúlkna með 15 stig.

Þetta verður 17. bikarúrslitaleikur Keflavíkur en sá 16. hjá KR og þetta verður í sjöunda sinn sem þessi lið mætast í bikarúrslitum kvenna.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -