spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflavík og ÍR unnu sínar viðureignir á Icelandic Glacial mótinu

Keflavík og ÍR unnu sínar viðureignir á Icelandic Glacial mótinu

Annar leikdagur Icelandic Glacial mótsins fór fram í Þorlákshöfn í dag, en í fyrri leik dagsins lagði Keflavík lið Grindavíkur og í þeim seinni hafði ÍR betur gegn heimamönnum í Þór. Ríkjandi Icelandic Glacial meistarar Keflavíkur eru því komnir með tvo sigra á meðan hin liðin þrjú eru aðeins með einn það sem af er keppni, en aðeins einn leikdagur er eftir.

Keflavík 109 – 79 Keflavík

Stigaskor Keflavíkur: Wendell Green 20, Jarelle Reischel 18, Igor Maric 14, Jaka Brodnik 13, Hilmar Pétursson 12, Marek Dolezaj 10, Sigurður Pétursson 9, Halldór Garðar Hermannsson 8, Ismael Gonzales 3, Frosti Sigurðarson 2.

Stigaskor Grindavíkur: Ólafur Ólafsson 17, Devon Thomas 16, Jason Gigliotti 12, Kristófer Breki Gylfason 12, Björgvin Hafþór Ríkharðsson, 8, Deandre Kane 5, Einar Snær 3, Hafliði Ottó 2, Alexander Veigar 2, Sölvi Guðmundsson 2.

Þór 79 – 93 ÍR

Stigaskor Þórs: Jordan Semple 23, Marreon Jones 18, Franck Kamgain 10, Marcus Brown 9, Ólafur Gunnlaugsson 7, Morten Bulow 7, Emil Karel 3, Baldur Torfa 2.

Stigaskor ÍR: Jakob Falko 23, Oscar Jorgensen 20, Hákon Örn 14, Jónas Steinarsson 13, Tómas Orri 10, Aron Orri 7, Zarko Jukic 3, Magnús 3.

Lokadagur mótsins verður svo komandi miðvikudag 18. september, en þá mun Keflavík mæta heimamönnum í Þór og ÍR mætir Grindavík.

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -