spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík og Hamar/Þór náðu í sigra á fyrsta degi fjögurra liða æfingamóts

Keflavík og Hamar/Þór náðu í sigra á fyrsta degi fjögurra liða æfingamóts

Hamar/Þór lagði Aþenu, 77-72 og Keflavík hafði betur gegn Njarðvík, 107-101 á fjögurra liða æfingamóti í Þorlákshöfn í kvöld, en liðin undirbúa sig þessa dagana fyrir deildarkeppnina sem hefst um næstu mánaðarmót. Keflavík og Njarðvík hafa verið í Bónus deildinni síðustu ár á meðan að bæði Hamar/Þór og Aþena verða nýliðar á komandi tímabili.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var nokkuð jafnræði á í báðum leikjum kvöldsins, en framlengja þurfti leik Keflavíkur og Njarðvíkur eftir að staðan var jöfn við lok venjulegs leiktíma.

Stigahæst fyrir Keflavík í kvöld var Jasmine Dickey með 31 stig og henni næst var Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig.

Fyrir Njarðvík var fyrrum leikmaður Keflavíkur Brittanny Dinkins atkvæðamest með 25 stig og Emilie Hesseldal bætti við 18 stigum.

Tölfræði leiks

Í leik Hamars/Þórs og Aþenu voru það Abby Beeman og Hana Ivanusa sem voru stigahæstar fyrir heimakonur með 20 stig hvor.

Fyrir Aþenu var það Dzana Crnac sem dró vagninn með 16 stigum og Barbara Zieniewska
bætti við 11 stigum.

Tölfræði leiks

Seinni umferðir mótsins verða þann 17. september í Austurbergi og 24. september í Ljónagryfjunni.

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -