spot_img
HomeFréttirKeflavík niðurlægði Val

Keflavík niðurlægði Val

 Keflavíkurstúlkur eru ekki vanar að sýna gestum sínum neina gestrisni þegar þær koma í heimsókn. En leikur þeirra gegn Val í gær var lítið annað en niðurlæging fyrir gestina sem skoruðu aðeins 37 stig gegn 83 stigum heimamanna. 
 Heimastúlkur hófu leikinn með miklum látum og voru komnar í 18-2 eftir 5 mínútna leik.  Liðið spilaði við hvurn sinn fingur á meðan gestirnir vissu varla sitt rjúkandi ráð. Staðan var svo 23-5 eftir fyrsta leikhluta og greinilegt að Valsliðið saknaði síns erlenda leikmanns sem var rekinn fyrir skömmu. 
 
Í hálfleik voru heimastúlkur komnar í 30 stiga forskot, 47:17 og úrslit leiksins miðað við spilamennsku Vals ráðinn í þessum leik. Keflavíkurliðið gat leyft sér dreyfa mínútum vel á liðsmenn þess og komust t.a.m allar stúlkur liðsins á blað þetta kvöldið. 
 
Seinni hálfleikur var einungis formsatriði að klára því Valsstúlkur mættu jafn daprar til leiks í seinni hálfleik líkt og þeim fyrri. Mest náðu heimastúlkur 46 stiga forskoti í leiknum. Eini ljósi punktur leiksins fyrir Val var Hrund Jóhannsdóttir. Sýndi stúlkan á tímum ágætis takta og augljóslega ung og efnileg stúlka þar á ferð. 
 
Fréttir
- Auglýsing -