spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík með sigur í kaflaskiptum leik

Keflavík með sigur í kaflaskiptum leik

Keflavík tók á móti Snæfell í Blue höllinni í Dominos deild kvenna í dag. Snæfell að glíma við erfið meiðsli og voru bara með 8 á skýrslu.

Snæfell mættu grimmar til leiks, Keflavík skoruðu fyrstu stigin en gestirnir tóku svo við og voru komnar 9 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Snæfell gjörsamlega áttu völlinn og skoruðu að vild. Anna Soffía setti 20 stig (4/4 í þristum) í leikhlutanum. Ekki á hverjum degi sem Keflavík fær á sig 38 stig í leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 21 – 38.

Keflavík mættu loks til leiks og voru 10- 5 yfir eftir um þrjár mínútur í öðrum leikhluta. Snæfell voru þó ekkert á því að leyfa Keflavík að valta yfir sig. Keflavík nagaði niður forystu gestana hægt og rólega og þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum voru 10 stig á milli liðanna. Heimastúlkur náðu að höggva enn frekar á forskot gestana, staðan í hálfleik 47 – 52.

Keflavík komst yfir eftir tæpar þrjár mínútur. Snæfell voru ekki að spila illa en skotin voru ekki að detta og Keflavík var að rífa niður mikið af sóknarfráköstum. Leikhlutinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á að leiða. Það voru síðan gestirnir sem voru grimmari á lokasprettinum. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 66 – 71.

Það tók liðin tæpar þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í leikhlutanum en þau komu frá heimastúlkum sem síðan komust yfir eftir rúmar fjórar mínútur gegn stigalausum gestunum. Það gekk ekkert hjá Snæfell að finna körfuna gegn sterkri vörn Keflavík. Það tók Snæfell tæpar 8 mínútur að finna körfuna. Þær virkuðu þreyttar sem er skiljanlegt miðsð við hvsð bekkurinn vsr þunnur í dsg. Leit allt út fyrir algjört hrun í fjórða leikhluta en Snæfell setti þrjá þrista í röð og komust 2 stigum frá Keflavík sem gerði vel síðustu sekúndur leiksins og vann góðan sigur. Lokatölur 85 – 80

Byrjunarlið:

Keflavík: Daniela Wallen Morillo, Katla Rún Garðarsdóttir, Salbjörg Ranga Sævarsdóttir, Anna Inngunn Svansdóttir og Emilía Ósk Gunanrsdóttir.

Snæfell: Haiden Denise Palmer, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Anna Soffía Lárusdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Dunia Huwé.

Hetjan:

Anna Soffía og Rebekka Rán áttu góðan leik og  Haiden Denise var frábær með þrefalda tvennu 19 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar fyrir Snæfell. Anna Ingunn átti góðan leik fyrir Keflavík en Daniela Wallen var frábær, með trölla tvennu en hún setti 28 stig, tók 22 fáköst og gaf 9 stoðsendingar.

Kjarninn:

Snæfell mættu grimmar til leiks, bjuggu til opin skot og settu allt niður á móti steindauðu liði heimastúlkna. En þessi frábæra framistaða dugði ekki til þegar þreytan fór að segja til sín á móti mun hressara Keflavíkurliði.

Tölfræði

Viðtöl:

Jón Halldór Eðvaldsson

Daniela Wallen Morillo

Haiden Denise Palmer

Halldór Steingrímsson

Fréttir
- Auglýsing -