spot_img
HomeFréttirKeflavík mætir til hallarinnar

Keflavík mætir til hallarinnar

Keflavík sigraði Snæfell í undanúrslitum Powerade bikakeppni kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Sláturhúsinu, með 81 stigi gegn 64. Keflavík mæta því annaðhvort grönnum sínum úr Grindavík eða Njarðvík, sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni komandi mánudag, í úrslitaleik þann 21. febrúar næstkomandi. 
 

 

Fyrir leiknn höfðu liðin síðast spilað sín á milli á miðvikudaginn síðasta í Keflavík, en þá fóru heimastúlkur með sigur af hólmi. Liðin eiga sín á milli eftir eina viðureign í vetur, en þessi síðasta viðureign liðanna fer fram í Stykkishólmi 21. mars. 

 

Þessi leikur spilaðist að mörgu leyti eins og sá síðasti. Þar sem að Keflavík sýndi af sér allar sínar bestu hliðar. Mikil barátta og vilji í heimastúlkum til þess að klára dæmið og fara í höllina, allavegana meiri en sá er stúlkur Snæfells sýndu í leiknum.

 

Fyrri hálfleikurinn var þó jafn að mestu. Þar sem að Keflavík náði að vera rétt á undan eftir þann fyrsta (16-15) og svo í framhaldi að fara með 3 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik (32-29).

 

Ekkert merkilegur munur sem slíkur, 3 stig í hálfleik, en fljótt að loknu hléi fór Keflavík þó að síga framúr stöllum sínum frá Stykkishólmi. Þar sem að þriðji endaði í sannfærandi 9 stiga forystu þeirra, sem og svo í framhaldi klára þær leikinn með 17 stiga sigri (81-64) og eru því komnar, eins og áður hafði verið tekið fram, í úrslitaleik Powerade bikarkeppni kvenna sem fram fer þann 21. febrúar næstkomandi í Laugardalshöllinni. 

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Carmen Tyson Thomas, sem skilaði hæsta framlagi (44) allra leikmanna á vellinum, en hún skoraði 32 stig, tók 18 fráköst, stal 8 boltum og gaf 5 stoðsendingar á þeim 34 mínútum sem hún spilaði í leiknum. 

 

Myndasafn #1

Myndasafn #2 

Tölfræði 

 

Keflavík-Snæfell 81-64 (16-15, 17-14, 21-15, 27-20)
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 32/18 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir/3 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 22/12 fráköst/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4/4 fráköst/3 varin skot, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Hildur – Snæfell:

 

Carmen – Keflavík:

 
Fréttir
- Auglýsing -